Vöruhús er lokað í dag, mánudaginn 31.3. vegna veikinda. Vinsamlegast hafið samband í s: 588-0200 fyrir frekari upplýsingar.

Umhverfisstefna

Umhverfismál hafa alla tíð verið stjórnendum Eirvíkur hjartfólgin og sú samfélagslega ábyrgð sem öll bera í sínu daglega lífi og starfi. Starfsfólk Eirvíkur er frætt reglulega um sjálfbærni, hvernig við getum dregið úr orku- og vatnsnotkun, minnkað úrgang og flokkað allt sem fellur til á réttan hátt.

Stefna í umhverfismálum

Umhverfisstefna Eirvíkur er sett fram til að leggja áherslu á umhverfissjónarmið og tryggja að þau séu höfð að leiðarljósi í daglegum rekstri félagsins.

Eirvík skuldbindur sig til að fylgja öllum lagakröfum á sviði umhverfismála og hafa umhverfismál til hliðsjónar í rekstri félagsins. 

Félagið skuldbindur sig til að vinna markvist að því að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif í rekstri félagsins.

Markmið Eirvíkur ehf í umhverfismálum

  • Starfa samkvæmt lögum og reglum sem gilda um umhverfisvernd á Íslandi og leita stöðugt leiða til að spara orku, minnka úrgang og starfa í sátt við umhverfi fyrirtækisins.
  • Taka virkan þátt í flokkun og endurvinnslu úrgangs.
  • Innkaup Eirvíkur og rekstur taka mið af umhverfissjónarmiðum þar sem því er komið við.
  • Veljum birgja sem framleiða vörur á sem umhverfisvænasta hátt.
  • Spilliefnum verði skilað til viðurkenndra aðila.
  • Efla umhverfisvitund starfsmanna.
Þessi síða notar fótspor (e.cookies) til að muna eftir þér og bæta upplifun þína af síðunni. Þú getur lesið þér til um fótspor og svipaða tækni hérna. Annars samþykkir þú notkun okkar á fótsporum eins og þau eru sett núna.