Skilmálar
Birting upplýsinga í vefverslun
Eirvík birtir allar upplýsingar um vöru og þjónustu á vefsíðu sinni með fyrirvara um villur. Eirvík áskilur sér rétt til að falla frá samningi um sölu á söluhlut í heild eða að hluta ef t.d. rangar verðupplýsingar eða röng virkni hefur verið gefin upp. Undir þeim kringumstæðum er kaupanda tilkynnt um hvað hefur misfarist og fær hann endurgreitt að fullu í kjölfarið.
Eirvík áskilur sér rétt til þess að breyta öllum verðum fyrirvaralaust í vefverslun sem og í verslun.
Öll verð í vefverslun eru birt með virðisaukaskatti.
Kt. Eirvíkur er 6403942509
Vsk númer Eirvíkur er 42162
Greiðslumöguleikar
Í vefverslun er boðið uppá eftirfarandi greiðsluvalmöguleika:
- Greitt með kortum útgefnum af Mastercard og Visa.
Í verslun að Suðurlandsbraut er boðið uppá eftirfarandi greiðsluvalmöguleika:
- Greitt með seðlum
- Greitt með kortum útgefnum af Mastercard og Visa
- Greitt með millifærslu
- Pei
- Netgíró
- Borgun raðgreiðslusamningar
Ekki er tekið við greiðslum frá öðrum kortafyrirtækjum eins og t.d. Amex eða DinersClub.
Afhending vöru
Afhendingarkostnaður
- Heimsending vöru er ekki innifalin í vöruverði í vefverslun
- Heimsending vöru er ekki innifalin í vöruverði í verslun að Suðurlandsbraut 20
Hægt er að fyrirframgreiða fyrir flutning á flestöllum vörum í vefverslun Eirvíkur.
Flutningsverð í vefverslun Eirvíkur tekur mið að gjaldskrá Íslandspóst hverju sinni.
Upphæð flutningsverða er að finna í kaupferli vefsíðunnar áður en kaup eru staðfest og greitt er fyrir vöruna.
Afhendingartími
Afhendingartími vöru sem versluð er í vefverslun og verður sótt í verslun Eirvíkur er 0-2 virkir dagar. Hægt er að hafa samband við sölumenn Eirvíkur fyrir nánari upplýsingar um afhendingartíma.
Afhendingartími vöru sem versluð er í vefverslun er að meðaltali 2-4 virkir dagar ef senda skal vöruna. Vara er send með Íslandspósti um allt land og á höfuðborgarsvæðinu. Hægt er að fá vöru á pósthús eða í heimahús þar sem boðið er upp á þá þjónustu. Hægt er að hafa samband beint við Íslandspóst vegna upplýsinga um heimsendingarþjónustu í dreifbýli. Eirvík nýtir sér þjónustu sendibíla innan höfuðborgarsvæðisins fyrir stóra og þunga vöru.
Afhendingartími á sérpantaðri vöru getur verið mjög breytilegur og mælt er með að snúa sér að sölumönnum Eirvíkur fyrir nákvæmari upplýsingar.
Afhendingarþjónusta
Öll vara sem versluð er í vefverslun er send í heimahús með Íslandspósti og/eða sendibílum, er afhent “að hurð”. Aukaþjónustur eins og aðstoð við að halda á stórum tækjum inn í hús eða fjarlægja eldri tæki til förgunar eru ekki innifaldar í flutningsverði sem greitt var í vefverslun. Bent er á að hafa samband við Íslandspóst vegna aukaþjónustu á landsbyggðinni en að hafa samband beint við sendibílstjóra á höfuðborgarsvæðinu.
Athygli skal vakin á því að sendibílstjórum er ekki heimilt að tengja tæki undir neinum kringumstæðum.
Áhættuskipti - Flutningstjón
Áhættuskipti eru í samræmi við ákvæði í lögum nr. 48/2003.
- Söluhlutur telst afhentur þegar neytandi hefur veitt honum viðtöku (7.gr. laga nr. 48/2003).
- Áhættan flyst yfir til neytanda þegar söluhlutur hefur verið afhentur í samræmi við ákvæði 7. gr. Ef hlutar er ekki vitjað eða honum veitt viðtaka á réttum tíma og það má rekja til neytanda eða atvika sem hann varða flyst áhættan yfir á neytandann þegar hlutur er honum til ráðstöfunar og vanefnd verður af hans hálfu við það að veita hlutnum ekki viðtöku.
- Ef neytandi á að vitja söluhlutar annars staðar en hjá seljanda flyst áhættan yfir til neytanda þegar afhendingartíminn er kominn og neytanda er kunnugt um að hluturinn er honum heimill til ráðstöfunar á afhendingarstaðnum.
- Áhættan skal þó færast yfir til neytandans þegar varan er afhent flutningsaðila ef neytandinn hefur fengið hann til að flytja vöruna.
Skilaréttur
Skilaréttur / Réttur til að falla frá samningi er í samræmi við ákvæði í lögum nr. 16/2016.
Eirvík býður uppá 14 daga skilafrest á vörum sem keyptar eru í vefverslun og í verslun Eirvíkur að Suðurlandsbraut 20 gegn endurgreiðslu vöruverðs. Frestur til að skila vöru rennur þannig út 14 dögum eftir að gengið var frá samningi um kaup eða neytandi tók vöru í sína vörslu.
Skilaréttur þessi á ekki við um kaffi og aðra vöru til daglegra heimilisnota.
Skilaréttur er skilyrtur við að vara sé í sama ástandi og kaupandi fékk hana í, þ.e. óskemmd, og upprunalegum pakkningum sé einnig skilað, þrátt fyrir að hafa verið opnaðar.
Kaupandi er ábyrgur fyrir þeirri rýrnun á verðgildi vörunnar sem stafar af meðferð vörunnar, annarrar en þeirrar sem nauðsynleg er til að staðfesta eiginleika, einkenni og virkni hennar.
Flutningskostnaður við vörukaup fæst ekki endurgreiddur við vöruskil.
Framkvæmd endurgreiðslu getur tekið allt að 14 virka daga eftir að vöru hefur verið skilað.
Tilkynning um vöruskil og kostnaður sem af hlýst
Tilkynna þarf um vöruskil innan 14 daga frá viðtöku vörunnar. Tilkynna þarf um vöruskil með skýrum hætti. Annað hvort með að senda tölvupóst á eirvik(hjá)eirvik.is eða með því að skila inn samræmdu stöðluðu eyðublaði sem ráðherra gefur út í reglugerð. Eyðublaðið er að finna í viðauka 1 við reglugerð nr. 435/2016.
Sjá hér:
https://www.reglugerd.is/reglugerdir/allar/nr/435-2016
Sönnunarbyrgði um að seljanda hafi verið tilkynnt um vöruskil hvíla á neytanda.
Kaupandi skal afhenda eða endursenda seljanda vöruna sem fyrst eftir að tilkynnt er um vöruskil en aldrei síðar en 14 dögum eftir að tilkynnt er um vöruskil. Að öðrum kosti eru skyldur kaupanda um að fallið sé frá samningi um vörukaup ekki uppfylltar skv. lögum nr. 16/2016.
Kaupandi ber beinan kostnað af því að skila vöru, einnig ber kaupandi kostnað af því að skila vöru sem ekki er hægt að endurrsenda í pósti.
Undantekningar um rétt til vöruskila (að falla frá samningi)
- Vara sem er framleidd/pöntuð samkvæmt forskrift neytandans eða ber skýrt auðkenni hans (c-liður í 18. grein laga nr. 16/2016).
- Samningar þar sem neytandinn hefur sérstaklega óskað eftir að seljandinn komi til hans til þess að sinna áríðandi viðgerðum eða viðhaldi; ef seljandinn veitir þjónustu umfram það sem neytandinn hefur sérstaklega óskað eftir eða afhendir vöru aðra en varahluti sem eru nauðsynlegir fyrir viðhaldið eða viðgerðirnar skal réttur til að falla frá samningi gilda um þessa viðbótarþjónustu eða vöru.
- Afhendingar á innsigluðum tölvuhugbúnaði.
Ábyrgð
Ábyrgð vegna galla er í samræmi við lög um neytendakaup (lög nr.48/2003).
- Reikningur/nóta er ábyrgðaskírteini.
- Kaupandi hefur 2 eða 5 ár frá móttöku vöru til þess að leggja fram kvörtun um galla.
- Eirvík áskilur sér rétt til þess að sannreyna að um galla sé að ræða.
- Kaupanda ber að lesa leiðbeiningar og athuga til þrautar hvort um sé að ræða notandavanda en ekki galla.
- Ef tæki reynist ógallað að athugun lokinni ber kaupanda að greiða fyrir viðkomandi vinnu skv. verðskrá hverju sinni.
- Eirvík reynir ávalt á viðgerð áður en aðrir möguleikar eru kannaðir.
Ábyrgð vegna galla takmarkast við:
- Gildir ekki um hluti sem notaðir eru á vinnustað eða í atvinnustarfsemi.
- Ábyrgð vara sem verslaðar eru af lögaðila eru 1 ár.
- Gildir ekki um eðlileg slit vegna notkunar tækis (dæmi: rafhlöður, kol o.fl.).
- Gildir ekki ef hægt er að rekja bilun til vondrar og/eða rangrar meðferðar.
Úrskurðaraðili fyrir neytendur
Úrskurðaraðili fyrir neytendur vegna ágreinings um ábyrgð vegna galla geta kaupendur leitað til Neytendastofu eða Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa.
- Neytendastofa, Borgartúni 21, 105, Reykjavík. - https://www.neytendastofa.is/
- Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa, Borgartúni 21, 105, Reykjavík. - https://kvth.is/#/
Lög og varnarþing
Um vöruviðskipti gilda skilmálar sem skilgreindir eru í eftirfarandi lögum:
Lög um neytendakaup (lög nr.48/2003)
Lög um lausafjárkaup (lög nr.50/2000)
Lög um neytendasamninga (lög nr. 16/2016)
Lög um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu (lög nr. 30/2002)
Lög um úrskurðaraðila á sviði neytendamála (lög nr. 81/2019)
Varnarþing Eirvík ehf. er í Reykjavík.
Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.